Skip to Content

Bændaglíma og lokahóf

Fimmtudagur, 17. september 2020 - 12:00

Kæru félagar!

þann 26. september er Bændaglíma GHR sem er holukeppni, þar eru valdir 2 bændur sem kjósa sér svo í lið. þetta er mjög skemmtilegt mót og hvetjum við ykkur félagana til þátttöku.

Skráning er á Golfbox og byrjar mótið kl: 11:00. Við biðjum ykkur að mæta tímanlega þar sem þarf að kjósa í lið svo hægt sé að byrja á réttum tíma.

Alltaf eftir Bændaglímu hefur klúbburinn verið með lokahóf um kvöldið þar sem félagar hafa komið og borðað saman og haft skemmtilegt kvöld, veitt hafa verið verðlaun fyrir M- og Haustmótaröðina þetta  hefur verið hápunktur golfsumarsins hjá okkur flestum.

Stjórn GHR ákvað það að í ljósi ástandsins í dag að hvetja ekki til samverustundar eftir mótið þannig að í ár verður ekkert lokahóf, okkur þykir það miður og vonum svo sannarlega að þessu verði öllu lokið á næsta ári og þá verði hægt að halda gott lokahóf.

Bændaglíman verður engu að síður haldin eins og komið hefur fram, þar gilda svolítið aðrar reglur, nánd við aðra kylfinga er betur hægt að varast á vellinum sem allir kylfingar ættu að þekkja og vita um COVID-19.

Það er leitt að geta ekki komið saman borðað, skemmt okkur og tekið á móti verðlaunum úr mótaröðunum en þar hafa styrktaraðilarnir gefið glæsileg verðlaun.  þeir eru Margt Smátt, Hótel Örk, og Coca-cola.

Margt Smátt gefur verðlaun í M-mótin, Hótel Örk í Haustmótaröðina, Coca-Cola gefur svo öll nándarverðlaun í bæði mótin.

Kappleikjanefnd mun sjá um að koma þessum verðlaunum til þeirra sem til þeirra unnu, úrslit úr mótunum verða svo birt eftir að úrslit liggja fyrir af síðasta Haustmótinu sem er 18.sept.

Við vonum að félagar GHR skilji ákvörðun stjórnar á þessum COVID tímum.

Við þökkum fyrir gott golfsumar og sjáumst vonandi hress í Bændaglímu og á golfvellinum á næsta ári,

jafnvel á haustdögum ????

Með kveðju  

Stjórn GHR