Skip to Content

Forsíða

 • Mánudagur, 6. september 2021 - 12:45
  Flaggakeppni 12. sept

  Á sunnudaginn 12. sept. verður Flaggakeppni sem hefst kl: 10:00 þetta er mót með forgjöf, keppendur fá flagg með sér á völlinn sem þeir setja svo niður þegar þeirra högg erum búin sem sagt 70 högg + forgjöfin hann vinnur sem lengst kemst

  Ef keppandi á eftir högg eftir 18 heldur hann áfram 19, 20 osfrv.  þar til leik er lokið

   

  Skráning er á Golfbox,  skráningu líkur laugardagskvöldið 11. sept kl: 20:00

  Lágmarks fjöldi í mót er 8 svo mót sé haldið

   

  Verum nú dugleg að vera með ????

   

  Þetta er næst síðasta mótið þetta árið en Bændaglíman og lokahófið er 25. sept. auglýst síðar

   

   

 • Miðvikudagur, 19. maí 2021 - 19:31
  Golfskálinn opinn

  Búið er að opna golfskálann en veitingaaðstaðan sem slík er ekki opin að sinni.

  hægt er að skrá sig á rástíma, fá golfbíla, kaupa golfvörur, öl og gos

   

 • Þriðjudagur, 20. apríl 2021 - 18:28
  Ekkert 1.maí og Lancome mót í ár

  1 maí mót GHR og SS verður ekki í ár. Strandarvöllur er hins vegar opinn öllum kylfingum sem geta skráð rástíma á golfbox. Salernisaðstaða er opinn en veitingasalan og skálinn lokaður.

  Við biðjum kylfinga og gesti að fara eftir sóttvarnarreglum.

  Einnig mun Lancome-mótið falla út þetta árið

   

 • Föstudagur, 16. apríl 2021 - 15:43
  1.maí mót GHR

  Ákveðið verður á mánudaginn hvort við munum halda 1.maí mót í ár

  frétt þess efnis kemur hér á heimasíðuna

 • Laugardagur, 3. apríl 2021 - 12:54
  Golfbílar og rafhjól eru ekki leyfð á Strandarvelli

  Vinsamlegast ATH að golfbílar og rafhjól eru ekki leyfð á Strandarvelli

 • Miðvikudagur, 31. mars 2021 - 11:08
  Snjór yfir Strandarvelli

  Snjór er yfir Strandarvelli og ekki spilafært

  þeir sem hafa skráð sig á rástíma og greitt fyrir fá endurgreitt með því að senda póst á ghr@ghr.is það verður gengið frá því 6 apríl

  Gleðilega páska

 • Föstudagur, 5. mars 2021 - 10:05
  Aðalfundur GHR

  Aðalfundur GHR var haldinn fimmtudaginn 4.mars 19 mættu á fundinn.

  Fundarstjóri var Bjarni Jónsson

  Stjórnin er óbreytt Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður, verður þetta 21 árið hans sem formaður GHR

  Stjórnin gaf öll kost á sér áfram nema Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir gjaldkeri, engin fékkst í hennar stað, óskir komu um að hún héldi áfram sem hún samþykkti.

       Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, Steinar Tómasson tók við af Heimi Hafsteinssyni sem formaður nefndarinnar Loftur Þór Pétursson og Svavar Hauksson gáfu ekki kost á sér áfram, Guðmundur Ingvarsson kom nýr í nefndina. Breytingar urðu einnig á barna-og unglinganefnd Óskar Eyjólfsson gaf ekki kost á sér áfram í hans stað kom Yngvi Karl Jónsson og í forgjafarnefnd kom inn Kristín Bragadóttir í stað Guðjóns Bragasonar. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu og bauð nýja menn velkomna.

   

  Stjórnina skipa

  Formaður:       Óskar Pálsson

  Varaformaður: Einar Long

  Gjaldkeri:        Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

  Ritari:              Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir

   

  1. varamaður: Guðlaugur Karl Skúlason

  2. varamaður:  Friðrik Sölvi Þórarinsson