Skip to Content

Forsíða

 • Fimmtudagur, 17. september 2020 - 12:00
  Bændaglíma og lokahóf

  Kæru félagar!

  þann 26. september er Bændaglíma GHR sem er holukeppni, þar eru valdir 2 bændur sem kjósa sér svo í lið. þetta er mjög skemmtilegt mót og hvetjum við ykkur félagana til þátttöku.

  Skráning er á Golfbox og byrjar mótið kl: 11:00. Við biðjum ykkur að mæta tímanlega þar sem þarf að kjósa í lið svo hægt sé að byrja á réttum tíma.

  Alltaf eftir Bændaglímu hefur klúbburinn verið með lokahóf um kvöldið þar sem félagar hafa komið og borðað saman og haft skemmtilegt kvöld, veitt hafa verið verðlaun fyrir M- og Haustmótaröðina þetta  hefur verið hápunktur golfsumarsins hjá okkur flestum.

  Stjórn GHR ákvað það að í ljósi ástandsins í dag að hvetja ekki til samverustundar eftir mótið þannig að í ár verður ekkert lokahóf, okkur þykir það miður og vonum svo sannarlega að þessu verði öllu lokið á næsta ári og þá verði hægt að halda gott lokahóf.

  Bændaglíman verður engu að síður haldin eins og komið hefur fram, þar gilda svolítið aðrar reglur, nánd við aðra kylfinga er betur hægt að varast á vellinum sem allir kylfingar ættu að þekkja og vita um COVID-19.

  Það er leitt að geta ekki komið saman borðað, skemmt okkur og tekið á móti verðlaunum úr mótaröðunum en þar hafa styrktaraðilarnir gefið glæsileg verðlaun.  þeir eru Margt Smátt, Hótel Örk, og Coca-cola.

  Margt Smátt gefur verðlaun í M-mótin, Hótel Örk í Haustmótaröðina, Coca-Cola gefur svo öll nándarverðlaun í bæði mótin.

  Kappleikjanefnd mun sjá um að koma þessum verðlaunum til þeirra sem til þeirra unnu, úrslit úr mótunum verða svo birt eftir að úrslit liggja fyrir af síðasta Haustmótinu sem er 18.sept.

  Við vonum að félagar GHR skilji ákvörðun stjórnar á þessum COVID tímum.

  Við þökkum fyrir gott golfsumar og sjáumst vonandi hress í Bændaglímu og á golfvellinum á næsta ári,

  jafnvel á haustdögum ????

  Með kveðju  

  Stjórn GHR

   

 • Mánudagur, 20. apríl 2020 - 11:59
  Reglur frá 17.apríl til 4 maí

  Ágætu kylfingar

  Heilbrigðisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um heimild til golfiðkunnar á meðan núverandi samkomubann er í gildi. Strandarvöllur verður opinn frá og með 17. apríl með þeim takmörkunum sem koma þar fram.

  Við viljum biðja alla þá sem heimsækja okkur á Strandarvöll að fara í einu og öllu eftir þeim reglum. Sjá má reglurnar inn á golf.is

  Vallargjöld má greiða inn á reikning 0308-26-7775 kt 510401-2040 kr: 3,000,-

  Vinavallasamningar taka ekki gildi fyrr en 1.maí 

  Golfbílar eru ekki leyfðir né rafhjól 

  ATH það er engin salernisaðstaða opin á staðnum

 • Fimmtudagur, 12. mars 2020 - 8:29
  Golfklúbbur Hellu semur við PlayGolf.is

   PlayGolf Iceland er glæný golf þjónusta sem býður erlendum kylfingum aðgang til að bóka hina fullkomnu golfferð til Íslands. Vefsíðan inniheldur 20 af bestu golfvöllum landsins og er golfklúbbur Hellu stoltur meðlimur.

   

  PlayGolf.is býður upp á golfpakka sem og golf á einstökum völlum. Markmið Playgolf Iceland er að kynna íslenskt golf á erlendum markaði og að bæta aðgengi erlendra kylfinga í bókun á golftengdum ferðum til Íslands.

   

  Við óskum PlayGolf Iceland til hamingju með síðuna.

  Hægt er að sjá nánari upplýsingar á https://www.playgolf.is

   

   

 • Miðvikudagur, 13. nóvember 2019 - 9:03
  Óskar Pálsson endurkjörinn formaður GHR í 20. sinn

  Aðalfundur GHR var haldinn þriðjudaginn 12. nóvember 13 manns mættu á fundinn

  Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður og er hann að fara inn í sitt 20 starfsár.

  Breytingar urðu í varastjórn þar sem Loftur Þór Pétursson gaf ekki kost á sér og inn í hans stað kom Friðrik Sölvi Þórarinsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Framfaraverðlaun voru veitt sem Ása Margrét Jónsdóttir hlaut og

  Háttvísibikarinn hlaut Guðný Rósa Tómasdóttir.

   

  Stjórnina skipa

   

  Formaður:          Óskar Pálsson

  Varaformaður:  Einar Long

  Gjaldkeri:           Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

  Ritari:                  Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir

   

  Varamenn

  Guðlaugur Karl Skúlason

  Friðrik Sölvi Þórarinsson

   

 • Laugardagur, 13. júlí 2019 - 17:12
  Andri Már Óskarsson klúbbmeistari GHR 2019

  í dag lauk meistaramóti GHR, frábært veður var alla dagana þó kom smá súld á okkur um tíma í dag.

  völlur var í góðu standi en frekar erfiður

  Mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir urður klúbbmeistarar GHR 2019

  Við óskum þeim innilega til hamingju

 • Laugardagur, 13. júlí 2019 - 17:09
  Andri Már Óskarsson klúbbmeistari GHR 2019

  í dag lauk meistaramóti GHR, frábært veður var alla dagana þó kom smá súld á okkur um tíma í dag.

  völlur var í góðu standi en frekar erfiður

  Mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir urður klúbbmeistarar GHR 2019

  Við óskum þeim innilega til hamingju

 • Laugardagur, 13. júlí 2019 - 16:39
  Andri Már Óskarsson klúbbmeistari GHR 2019

  í dag lauk meistaramóti GHR, frábært veður var alla dagana þó kom smá súld á okkur um tíma í dag.

  völlur var í góðu standi en frekar erfiður

  Feðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir urður klúbbmeistarar GHR 2019

  Við óskum þeim innilega til hamingju