Skip to Content

Forsíða

 • Sunnudagur, 11. júlí 2021 - 22:01
  Andri Már Óskarsson klúbbmeistari GHR 2021

  Meistaramóti GHR lauk í gær ágætis veður var alla dagana en 3 dagur nokkuð hvass.

  Meistarar 2021 eru Andri Már Óskarsson og Guðný Rósa Tómasdóttir 

  Innilega til hamingju allir kylfingar GHR þið eruð snillingar

 • Þriðjudagur, 15. júní 2021 - 8:54
  Golfnámskeið á Strönd

  Nú er um að gera að nýta sér tækifærið

  Margeir Vilhjálmsson verður með golfkennslu á Strönd

  Golfnámskeið á Strandarvelli  20. og 28. júní

  Kennari: Margeir Vilhjálmsson

   

  Eins dags námskeið

  Dagskrá 10:00-11:00 - járnahögg og drive

  11:00-12:00 - stutta spilið og pútt

  12:00-13:00 – hádegishlé

  13:00 -15:00 spilkennsla á vellinum

  Verð: 20.000 kr.

  Innifalið: golfkennsla, æfingaboltar, vallargjöld á golfvelli.

  Skráning hjá margeir@golfnamskeid.is eða á ghr@ghr.is

   

 • Fimmtudagur, 10. júní 2021 - 15:57
  Undirritaður samningur við Samkaup
  Í gær skrifuðu Samkaup hf. og Golfklúbburinn Hella undir samning til eins árs. Um er ræða samning við Kjörbúðina sem er ný og glæsileg verslun sem opnuð var í gær á Hellu
  Samkaup hefur metnað til að skapa jákvætt viðhorf til Golfklúbbsins á Hellu.

   

 • Föstudagur, 4. júní 2021 - 15:12
  Unglingastarf og golfkennsla

  Unglingastarfið hjá GHR byrjar á mánudaginn 7.júní

  að venju er það Gylfi Sigurjónsson sem leiðbeinir

  Tímarnir eru á

  Mánudögum kl: 17 – 18:00

  Fimmtudögum kl: 13:00 – 14:00

  Hvetjum við ungafólkið til þess að mæta vel í sumar

  Einnig er æfingarvöllurinn alltaf opinn fyrir þá sem vilja prufa golfið og svo auðvitað fyrir alla hina líka.

  Fylgjast má með fréttum af unglingastarfi GHR inn á FACEBOOK-síðu unglinganefndar

  GHR unglingastarf

  Gylfi hefur einnig tekið að sér að leiðbeina fullorðnum en þá þarf að hafa beint samband við hann í síma 897-5999 eða 772-7617

  Í júní mun svo Margeir Vilhjálmsson vera með golfkennslu en það verður auglýst betur síðar.

   

 • Föstudagur, 28. maí 2021 - 9:23
  Aflýst fyrsta hring 17-21 árs

  Fyrsta hring SS-unglingamótsins sem vera átti í dag 28.maí kl: 13:00 er aflýst vegna veðurs

  GSÍ mun senda tilkynningu um nýja rástíma

 • Miðvikudagur, 19. maí 2021 - 19:31
  Golfskálinn opinn

  Búið er að opna golfskálann en veitingaaðstaðan sem slík er ekki opin að sinni.

  hægt er að skrá sig á rástíma, fá golfbíla, kaupa golfvörur, öl og gos

   

 • Þriðjudagur, 20. apríl 2021 - 18:28
  Ekkert 1.maí og Lancome mót í ár

  1 maí mót GHR og SS verður ekki í ár. Strandarvöllur er hins vegar opinn öllum kylfingum sem geta skráð rástíma á golfbox. Salernisaðstaða er opinn en veitingasalan og skálinn lokaður.

  Við biðjum kylfinga og gesti að fara eftir sóttvarnarreglum.

  Einnig mun Lancome-mótið falla út þetta árið