Skip to Content

GHR

 • Mánudagur, 10. júlí 2017 - 9:17
  Klúbbmeistarar 2017

  Klúbbmeistarar 2017 eru mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, Andri Már spilaði hringina 4 á -1  sem er í fyrsta skipti sem það gerist á meistaramóti GHR af hvítum teigum. Keppendur fengu allskonar veður þessa 4 daga, en nokkur vindur var alla dagana og rigning af og til á fimmtudeginum.

  Úrslit í öðrum flokkum má sjá inn á golf.is

  GHR óskar vinningshöfum til hamingju og keppendum fyrir þátttökuna

 • Mánudagur, 29. maí 2017 - 15:54
  Golftímar og kennsla fyrir börn og unglinga í sumar

   

  Gylfi Sigurjónsson verður með golftíma fyrir börn og unglinga sumarið 2017

  mánudaga kl: 13:00 og miðvikudaga kl: 18:00

 • Mánudagur, 8. maí 2017 - 18:25
  OPNA-LANCOME

   

  Vinningshafar í 1. flokki á OPNA-LANCOME-kvennamótinu 7. maí í blíðskapar veðri á Strönd

  1. sæti Brynja Sigurðardóttir GFB á 37 punktum

  2. sæti Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK á 36 punktum

  3. sæti Steinunn Sæmundsdóttir GR á 34 punktum

  Önnur úrslit má sjá inn á golf.is

  GHR óskar vinningshöfum til hamingju,  þakkar konunum fyrir komuna og Heildversluninn Termu fyrir stuðninginn

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

 • Þriðjudagur, 2. maí 2017 - 10:06
  Úrslit úr 1.maí-móti GHR og Grillbúðarinnar

  35.    1. Maí mót á Strandarvelli

   

  Án forgjafar

  1. sæti  Haukur Már Ólafsson GKG á 77 höggum

  2. sæti  Óttar Helgi Einarsson GR á 79 höggum

  3. sætiSigurður Elvar Þórólfsson GOT á 82 höggum

   

  Með forgjöf

  1. sæti  Jón Steinar Ingólfsson GKG á 71 höggi

  2. sæti  Jóhann Sigurðsson GK á 73 höggum

  3. sæti  Höskuldur Þór Þórhallsson GA á 74 höggum

   

  Nándarverðlaun

  2. braut Þórhallur Höskuldsson GA 4,18 mtr

  4. braut  Hinrik Þráinsson NK 2,99 mtr

  8. braut  Jóhann Kristinsson GR 1,90 mtr

  11. braut  Valur Árnason GR 0,44 mtr

  13. braut  Jóhann Sigurðsson GK 3,24 mtr

   

  Lengsta teighögg á 18  Hilmar Leó Guðmundsson GO

   

  GHR óskar öllum vinningshöfum til hamingju,

  þakkar keppendum fyrir komuna

  og Grillbúðinni fyrir stuðninginn

   

  Dregið var um 3 sæti í höggleik án forgjafar

  kom það í hlut Sigurðar Elvars

 • Þriðjudagur, 25. apríl 2017 - 11:29
  1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar

  1. maí mót GHR og Grillbúðarinnar 

  Mótið er höggleikur með og án forgjafar

  Vinningar eru

  1. Verðlaun – Gjafabréf frá Grillbúðinni Kr. 60.000,-
  2. Verðlaun – Gjafabréf frá Grillbúðinni Kr. 30.000,-
  3. Verðlaun – Gjafabréf frá Grillbúðinni Kr. 10.000,-

  Nándarverðlaun á öllum par 3 holum og fyrir lengsta dræf á 18. Holu

  Gjafabréf Kr. 10.000,- á Restaurant Strönd.

 • Miðvikudagur, 19. apríl 2017 - 14:09
  Sumarið er komið

  Nú hefur völlurinn verið settur í sumarbúning, opið er inn á sumarflatir búið er að slá flatir, verið græja og gera. Veitingasalan er einnig opin

  Nú er um að gera að skella sér á völlinn og taka á móti sumrinu

  Minni félaga GHR á vorkomuna sem sem hefst kl:13:00

   

 • Miðvikudagur, 12. apríl 2017 - 14:26
  Vorkoma 20. apríl

  Golfklúbbur Hellu startar sumarvertíðinni með Vorkomu þann 20 apríl. 

  Mótið byrjar kl: 13:00 sem er höggleikur með forgjöf

  Skráning á golf.is